Það er auðvitað kúnstugt, að eitt stærsta lýðræðisríki heims geti ekki haldið kosningum sínum í hvívetna innan ramma laganna
— Morgunblaðið/Árni Sæberg

Það er sárt að segja það, að lengi, og reyndar um tugi ára, hafa bandarískar forsetakosningar illa þolað of nákvæma athugun. Áratugum saman hafa jafnvel fyrrverandi forsetar haft yfir frásagnir af þeim, sér og vinum sínum til gamans. Ekki þarf þó að taka allt slíkt sem heilagan sannleika. En óþægilega stór hlutur í þeirri sérstöku umræðu er byggður á þekktum atburðum, sem fer illa á að hafa í flimtingum. En sumt er algjörlega laust við að vera skemmtiefni, og er í eðli sínu vafasamt, en er þó gert fyrir allra augum. Þannig er það um þá almennu kröfu í flestum vestrænum löndum, sem langflestir ganga sáttir út frá um að augljóst sé, að kosningasvindl af nokkru tagi þyki líðandi.

Og það sama ætti að gilda um að samræmdar reglur, og ekki síður að gilda um það, að hvert og eitt ríki, skuli tryggja að kosningaréttur sé fyrir hvern og einn, ómögulegt eða nær ómögulegt sé

...