Marmelaði og mjólkurkex í hillum, gos og samlokur í kæli. Mogginn í blaðastandi og olíubrúsar í rekkum. Mæddur ferðalangur kemur í búðina og spyr um blöð í rúðuþurrku og annar biður um pylsu með sinnepi
— Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Marmelaði og mjólkurkex í hillum, gos og samlokur í kæli. Mogginn í blaðastandi og olíubrúsar í rekkum. Mæddur ferðalangur kemur í búðina og spyr um blöð í rúðuþurrku og annar biður um pylsu með sinnepi. Í kaffikróknum sitja bændur og spjalla um hross. Þeir spretta úr spori í samtali, þar sem ekki er nú töluð vitleysan. Og út um gluggann sjáum við hvar fram hjá þjóta rútur, flutningatrukkar og fólksbílar. Einn rennir í hlað og út kemur rammvilltur erlendur ferðamaður og spyr til vega sem hér liggja til allra átta. Af hlaðinu á Vegamótum er víðsýnt, Hekla er ekki langt undan, Eyjafjallajökull í austri og Eyjar í suðri.

Sögusviðið er söluskálinn á Landvegamótum í Holtum; vinsæll viðkomustaður í Rangárþingi ytra sem stendur við Hringveginn. Hér þjóta bílar í austur og vestur.

...