Applebaum hvetur lýðræðisríkin til að líta í eigin barm og íhuga sitt ráð að nýju, gömul ráð dugi ekki lengur til að tryggja virðingu fyrir lýðræði, lögum og rétti í heiminum.

Vettvangur

Björn Bjarnason

bjorn@bjorn.is

Anne Applebaum (60 ára) er bandarískur sagnfræðingur og blaðamaður. Auk þess að vera ríkisborgari í Bandaríkjunum, þar sem hún er nú dálkahöfundur fyrir tímaritið The Atlantic, hefur Applebaum ríkisborgararétt í Póllandi. Hún er gift utanríkisráðherra landsins, Radoslaw Sikorski. Þau kynntust í umrótinu sem varð við hrun Sovétríkjanna og gengu í hjónaband árið 1992.

Anne Applebaum kynnti sér sovésk málefni bæði sem sagnfræðingur og blaðamaður og árið 2004 hlaut hún bandarísku Pulitzer-verðlaunin fyrir bók sína um Gúlagið. Þar segir hún sögu sovésku fangabúðanna og lýsir lífinu í þeim með vísan til heimilda sem opnuðust í Rússlandi eftir að kommúnistunum var

...