Ég er að sigla út úr mínu lestrarblómaskeiði, svona á fullorðinsárunum allavega, sem er fæðingarorlofið. Í fæðingarorlofinu er ég búin að fara í gegnum rúmlega 20 bækur, reyndar meirihlutann með því að hlusta í göngutúrum en mér finnst það líka…
Rannveig Ágústa er doktorsnemi og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Hún er móðir og næst sjaldan ein á mynd.
Rannveig Ágústa er doktorsnemi og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Hún er móðir og næst sjaldan ein á mynd.

Ég er að sigla út úr mínu lestrarblómaskeiði, svona á fullorðinsárunum allavega, sem er fæðingarorlofið. Í fæðingarorlofinu er ég búin að fara í gegnum rúmlega 20 bækur, reyndar meirihlutann með því að hlusta í göngutúrum en mér finnst það líka sérstaklega endurnærandi að hlusta á bækur á meðan ég labba með barnavagn.

Þær skáldsögur sem ég hef lesið í fæðingarorlofinu hafa margar snúist um veruleika kvenna fyrr á tímum og eiga það sameiginlegt að gefa tilfinningu fyrir sögunni og menningunni í gegnum frásagnir kvenna, skáldaðar og sannar. Ég hlustaði á bókaflokkinn sjö systur eftir Lucindu Riley og bækur í svipuðum stíl eftir Kathryn Hughes. Svo féll ég alveg fyrir íslensku bókinni Sumarblóm og heimsins grjót eftir Sigrúnu Ölbu Sigurðardóttur. Þessar bækur vöktu áhuga minn á að grúska í sögu formæðra minna og ég hef því sökkt mér ofan í bókina. Þráin skapar þagnardrauma mína: um líf og ritstörf

...