Arnmundur sýnir nú á sér nýjar listrænar hliðar með tónlistinni.
Arnmundur sýnir nú á sér nýjar listrænar hliðar með tónlistinni. — Ljósmynd/Eva Schram

Leikarinn Arnmundur Ernst Backman er nú að stíga fyrstu spor sín sem tónlistarmaður, en hann hefur undanfarin ár samið lög og texta. Nú vill hann leyfa öðrum að njóta á tónleikum næstkomandi fimmtudag. Hann vill með tónlist sinni skapa rými fyrir áhorfendur til að leita inn á við og dvelja í augnablikinu og eilífðinni.

„Fyrir nokkrum árum fór tónlistin að kalla meira og meira á mig. Fyrir ári fór ég svo að semja texta, ljóð og tónlist. Ég sem á gítar þó að ég sé í sjálfu sér enginn gítarleikari en hef verið að koma út úr skápnum með það í rólegheitum,“ segir Arnmundur.

„Tónlistin mín er í anda þjóðlaga- og kántrítónlistar. Aðaláhersla mín er á textasmíðina, en textarnir fjalla um þessa stóru vendipunkta í lífinu og mín hjartans mál. Ég er að stíga út í óvissuna,“ segir hann.

...