Á meðan engar aðgerðir hafa verið settar í gang heldur ofbeldið áfram með hræðilegum afleiðingum fyrir fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra.
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir

Alvarleg ofbeldistilvik áttu sér stað í miðborginni á Menningarnótt þar sem eggvopnum var beitt með alvarlegum afleiðingum. Unglingadrykkja og neysla vímuefna var mikil sem og hópamyndanir. Það var einnig áberandi að unglingar voru án fylgdar fullorðinna.

Menningarnótt var upphaflega hugsuð sem fjölskylduhátíð en í tímans rás hefur eðli hennar breyst, sérstaklega þegar líður á kvöld og nóttu. Þá eru fjölskyldur farnar heim en í bæinn kemur annar hópur, yngra fólk.

Skýr merki eru um að ákveðin ofbeldismenning sé að þróast meðal jaðarsettra ungmenna hérlendis þar sem eggvopnum er beitt. Þróunin er áhyggjuefni sem þarf að bregðast við strax með samþættum aðgerðum. Fyrirbyggjandi aðgerða er þörf í stað þess að bregðast aðeins við þegar atburðurinn verður.

...