Dalrós Gottschalk fæddist í Vestmannaeyjum 31. mars 1952. Hún lést eftir harða baráttu við krabbamein á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga 8. ágúst 2024.

Foreldrar hennar voru Guðfinna Kristín Ólafsdóttir og Jörn Rudolf Gottschalk. Dalla ólst upp að mestu hjá móðurforeldrum sínum á Kirkjuhóli í Vestmannaeyjum, þeim Dagmeyju Einarsdóttur og Ólafi Beck Bjarnasyni.

Systkini Döllu eru Jóhannes Ragnarsson, Kristján Steingrímsson, Dagbjört Helgadóttir, Þórdís Helgadóttir, Berglind Helgadóttir og Reynir Helgason.

Fyrri eiginmaður Döllu er Ólafur Ágúst Baldursson og eignuðust þau dótturina Guðfinnu Kristínu 1. nóvember 1973. Eiginmaður hennar er Þórarinn Óli Rafnsson og eiga þau eina dóttur, Ingu Þóreyju, f. 2000. Maki hennar er Þórhallur Örn Ragnarsson og dætur þeirra Þórarna Ísey og Sóllilja

...