„Svona æfing undirstrikar að Ísland er herlaust land en svo sannarlega ekki varnarlaust og þetta undirstrikar lifandi varnarskuldbindingar,“ segir Jónas G. Allanson, skrifstofustjóri varnamálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, um varnaræfinguna Norður-Víking sem nú fer fram á Íslandi

Egill Aaron Ægisson

egillaaron@mbl.is

„Svona æfing undirstrikar að Ísland er herlaust land en svo sannarlega ekki varnarlaust og þetta undirstrikar lifandi varnarskuldbindingar,“ segir Jónas G. Allanson, skrifstofustjóri varnamálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, um varnaræfinguna Norður-Víking sem nú fer fram á Íslandi.

Æfingin er haldin á grundvelli tvíhliða varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 og fer að jafnaði fram á tveggja ára fresti. Meginþungi æfingarinnar er í og við öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli og var blaðamaður Morgunblaðsins mættur þangað í gærdag og ræddi við þá sem að æfingunni koma.

Segir Jónas að æfingin í ár leggi áherslu á sjóvarnir og fer stærstur hluti hennar fram úti á hafi. Þá tekur einnig

...