Breiðablik er komið í toppsæti Bestu deildar kvenna í knattspyrnu eftir að Kópavogsliðið vann Víking úr Reykjavík, 4:0, í Kópavogi og Valur gerði jafntefli við Þrótt, 1:1, á Hlíðarenda í fyrstu umferð efri hlutans í gærkvöldi
Hlíðarendi Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir, úr Val, sækir að Mollee Swift.
Hlíðarendi Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir, úr Val, sækir að Mollee Swift. — Morgunblaðið/Eyþór Árnason

Besta deildin

Jökull Þorkelsson

jokull@mbl.is

Breiðablik er komið í toppsæti Bestu deildar kvenna í knattspyrnu eftir að Kópavogsliðið vann Víking úr Reykjavík, 4:0, í Kópavogi og Valur gerði jafntefli við Þrótt, 1:1, á Hlíðarenda í fyrstu umferð efri hlutans í gærkvöldi. Breiðablik er með 51 stig í toppsæti efri hlutans með 51 stig en Valur er í öðru sæti með stigi minna. Víkingur er í fjórða sæti með 29 stig og Þróttur í sjötta sæti með 24 stig.

Nýja konan Samantha Smith, sem kom fyrr í mánuðinum frá toppliði 1. deildar FHL, heldur áfram að fara á kostum hjá Breiðabliki en hún skoraði fyrstu tvö mörk liðsins í gær ásamt því að leggja upp þriðja markið fyrir Andreu Rut Bjarnadóttur, sem lagði upp fyrra mark Samönthu. Agla María Albertsdóttir skoraði síðan fjórða mark Breiðabliks eftir sendingu frá Barbáru Sól Gísladóttur. Samantha Smith hefur komið með

...