Már Gunnarsson hafnaði í sjöunda sæti og sló eigið Íslandsmet þegar hann keppti í átta manna úrslitum 100 metra baksunds í S11-flokki blindra á Paralympics-leikunum í fullri 10.000 manna La Défense Arena-höll í París í gær
Íslandsmet Már Gunnarsson stingur sér til sunds í úrslitum í París í gær.
Íslandsmet Már Gunnarsson stingur sér til sunds í úrslitum í París í gær. — Ljósmynd/Simone Castrovillari

Í París

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Már Gunnarsson hafnaði í sjöunda sæti og sló eigið Íslandsmet þegar hann keppti í átta manna úrslitum 100 metra baksunds í S11-flokki blindra á Paralympics-leikunum í fullri 10.000 manna La Défense Arena-höll í París í gær.

Már synti á 1:10,21 mínútu, en fyrra met hans frá því á leikunum í Tókýó fyrir þremur árum var 1:10,36 mínútur. Þá hafnaði hann í fimmta sæti. Í undanúrslitum í gærmorgun var Már sjötti á tímanum 1:11,38.

Hann var að keppa á sínum öðrum leikum og sagði í samtali við Morgunblaðið eftir úrslitasundið að hann myndi nú taka sér nokkrar vikur til þess að taka ákvörðun um hvort hann hygðist halda áfram sundferli sínum. Már tók sér hlé í rúmt ár frá 2022 til

...