Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs segir að forsvarsmenn Reykjavíkur hafi staðið gegn möguleikum nágrannasveitarfélaganna til að stækka byggingarland sitt. Þetta kom fram í nýjasta þætti Spursmála, þar sem Ásdís sagði þetta byggjast á samþykkt frá 2015 og að hvert sveitarfélag hefði neitunarvald um mögulegar breytingar á svokölluðum vaxtarmörkum svæðisins.

Ásdís sagði einnig í þættinum að það blasti við „að frá því að þessi vaxtarmörk voru sett árið 2015, hefur fólksfjölgunin verið slík að forsendur eru brostnar. Það er þess vegna sem Kópavogsbær, Hafnarfjörður og Garðabær eru að undirbúa, og vilja stækka, vaxtarmörkin.“

Meirihlutinn í borginni hafi staðið gegn því að leyfa útvíkkun byggðarinnar, þar sem þá minnki líkurnar á að þéttingarreitir verði fyrir valinu fyrir nýjar íbúðir. Þetta er enn eitt dæmið um

...