Hnífstunguárásum fjölgar í Ósló.
Hnífstunguárásum fjölgar í Ósló.

Tveir menn voru stungnir með eggvopnum með tæplega fimm klukkustunda millibili í norsku höfuðborginni Ósló aðfaranótt gærdagsins, en þar hefur líkamsárásum með slíkum vopnum fjölgað umtalsvert síðustu mánuði.

Fyrra fórnarlambið var tæplega tvítugur maður og átti atburðurinn sér stað upp úr miðnætti við Karls Jóhannsgötu í miðborginni. Við komu á sjúkrahús var ástand hans metið alvarlegt að sögn lögregluvarðstjóra sem ræddi við norska ríkisútvarpið NRK.

Í síðara tilfellinu var maður á fertugsaldri stunginn við lestar­stöð í Grorud en áverkar hans reyndust mun vægari en þess fyrri. Lögreglu er ekki kunnugt um hver kveikjan var að árásunum og hafði enginn verið handtekinn vegna þeirra síðdegis í gær.