70 ára Kvæðamaðurinn Steindór ólst upp á Nönnugötunni í Reykjavk en hefur lengi búið í Hafnarfirði. „Ég keypti mér gamalt hús þar, stækkaði það og gerði fínt.“

Hann hefur mestalla tíð starfað sem sjómaður. „Ég hef verið á flestum tegundum skipa gegnum tíðina og var eiginlega rifinn frá þvi til að raula rímur með fólki út um allan heim.“

Steindór var formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar í 15 ár. „Ég fór á 9. áratugnum að þefa af þessu eitthvað, var upphaflega bara að velta fyrir mér rímum sem bókmenntum og þá var mér sagt að það væri gaman að geta kveðið og ég fengi að heyra það í kvæðamannafélögum. Ég mundi þá að nágranni minn væri formaður í Kvæðamannafélagi Hafnarfjarðar, ég gekk í það og síðan Kvæðamannafélag

...