Sprungumyndun á Siglufjarðarvegi sýnir að Héðinsfjarðargöng breyta engu fyrir byggðir Eyjafjarðar og Skagafjarðar.
Guðmundur Karl Jónsson
Guðmundur Karl Jónsson

Guðmundur Karl Jónsson

Daglega minnka líkurnar á því að einangrun Fjallabyggðar frá landsbyggðinni hverfi næstu áratugina á meðan íbúar nýja sveitarfélagsins á Tröllaskaga sitja uppi með tvær einbreiðar slysagildrur sem eru Múlagöng sunnan Ólafsfjarðar og Strákagöng milli Siglufjarðar- og Fljóta. Þær tryggja aldrei örugga vegtengingu Fjallabyggðar við byggðir Eyjafjarðar og Skagafjarðar án þess að grafin verði tvíbreið jarðgöng 1-2 km norðan Dalvíkur og undir Siglufjarðarskarð, sem þingmenn Norðvestur- og Norðausturkjördæmis berjast gegn. Sprungumyndun á Siglufjarðarvegi sýnir að Héðinsfjarðargöng breyta engu fyrir byggðir Eyjafjarðar og Skagafjarðar.

Íbúar Fjallabyggðar skulu svara því hvort þeir vilji einangrast við landsbyggðina næstu fjóra áratugina. Uppsetning snjóflóðavarnargarða norðan Dalvíkur og breikkun Múlaganganna, sem voru grafin

...