Kannabis? Trump vill refsileysi í Flórída í trássi við flokksviljann.
Kannabis? Trump vill refsileysi í Flórída í trássi við flokksviljann. — AFP/Alex Wong

Donald Trump, hólmgöngumaður varaforsetans Kamölu Harris í bandarísku forsetakosningunum í nóvember, hefur gefið út að hann muni styðja refsileysi gagnvart neytendum kannabisefnisins marijúana í sínu heimaríki, Flórída, þvert á vilja sitjandi ríkisstjóra þar.

Kosið verður um refsinæmi efnisins í Flórída samhliða forsetakosningunum 5. nóvember en þegar hafa 38 ríki Bandaríkjanna leyft marijúana í lækningaskyni og 24 í þeim tilgangi að koma neytandanum í vímu sér til almenns yndisauka (e. recreational use).

Repúblikanar ekki á einu máli

Ritar Trump á samfélagsmiðilinn Truth Social að kjósendur séu líklegir til að snúast á sveif með honum í þessum málaflokki, hvort sem þeir séu samþykkir því að gefa marijúananeyslu frjálsa eður ei. Þess vegna þurfi að „standa rétt að“ afglæpavæðingunni eins

...