Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um skóla- og menntamál. Til að víkka umræðuna langar mig að benda á gildi tónlistarinnar.
Egill Friðleifsson
Egill Friðleifsson

Egill Friðleifsson

Að undanförnu hefur mikið verið fjallað um skóla- og menntamál, einkum um samræmd próf, lestur og stærðfræði. Til að víkka umræðuna langar mig að benda á gildi tónlistarinnar. Þessi grein er byggð á hálfrar aldar reynslu minni sem kennari og kórstjóri.

Tónlistin hefur á öllum tímum í öllum samfélögum verið samofin lífi og starfi manna. Í gleði og sorg, við vinnu heima og að heiman, í átökum og friði, til örvunar, sefjunar og hvíldar, alls staðar er tónlist. Hún upphefur andann, sameinar, varðveitir söguna og útskýrir það sem orð fá ekki sagt. Ekkert svið mannlegrar tilveru er án tónlistar.

Í grunnskólanum á tónlistin að hafa sama hlutverk og í samfélaginu í heild. Tónlistarnámsgreinar hafa margþætt tengsl við aðrar greinar því tónlistin er samofin flestu því sem menn taka sér

...