Líf og fjör var á Akureyri um helgina þar sem bæjarhátíðin Akureyrarvaka fór fram. Hátíðin var sett í Lystigarðinum á föstudagskvöldið en hún stóð fram á sunnudag. Fjölbreyttir viðburðir um allan bæ voru vel sóttir en meðal þeirra var fornbílasýning …
— Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson

Líf og fjör var á Akureyri um helgina þar sem bæjarhátíðin Akureyrarvaka fór fram.

Hátíðin var sett í Lystigarðinum á föstudagskvöldið en hún stóð fram á sunnudag.

Fjölbreyttir viðburðir um allan bæ voru vel sóttir en meðal þeirra var fornbílasýning í Listagilinu, tónleikaröðin Mysingur, götukörfuboltamót, Pálínuboð, víkingahátíð og taekwondo-sýning.

Hápunktur hátíðarinnar var þó stórtónleikar á Ráðhústorginu þar sem ýmsir þjóðþekktir tónlistarmenn komu fram.