Erlendir ferðamenn við Dyrhólaey virtu að vettugi reglur um notkun dróna á svæðinu þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins áttu þar leið um í síðustu viku. Skömmu eftir að dróninn var kominn á loft hljóp landvörðurinn á svæðinu til og flautaði á ferðamennina
Drónaflug Er blaðamaður og ljósmyndari virtu Dyrhólaey fyrir sér flaug ferðamaður dróna úti yfir bjarginu.
Drónaflug Er blaðamaður og ljósmyndari virtu Dyrhólaey fyrir sér flaug ferðamaður dróna úti yfir bjarginu. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sonja Sif Þórólfsdóttir

sonja@mbl.is

Erlendir ferðamenn við Dyrhólaey virtu að vettugi reglur um notkun dróna á svæðinu þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins áttu þar leið um í síðustu viku.

Skömmu eftir að dróninn var kominn á loft hljóp landvörðurinn á svæðinu til og flautaði á ferðamennina. Það var ekki fyrr en vörðurinn var kominn til þeirra og búinn að veita þeim tiltal að þeir létu til segjast og lækkuðu flugið á drónanum.

...