Már Gunnarsson sló eigið Íslandsmet í 100 metra baksundi í S11-flokki blindra þegar hann hafnaði í sjöunda sæti í átta manna úrslitum á Paralympics-leikunum í París í gær. Thelma Björg Björnsdóttir hafnaði einnig í sjöunda sæti í sinni grein í…

Már Gunnarsson sló eigið Íslandsmet í 100 metra baksundi í S11-flokki blindra þegar hann hafnaði í sjöunda sæti í átta manna úrslitum á Paralympics-leikunum í París í gær. Thelma Björg Björnsdóttir hafnaði einnig í sjöunda sæti í sinni grein í gærkvöldi, 100 metra bringusundi í SB5-flokki hreyfihamlaðra. Þá hafnaði Ingeborg Eide Garðarsdóttir í níunda og neðsta sæti í kúluvarpi í F37-flokki hreyfihamlaðra á laugardag. » 27