Stórstirnin Brad Pitt, Amy Ryan og George Clooney brostu breitt í myndatöku á 81. kvikmyndahátíðinni í Feneyjum á Ítalíu í gær þar sem þau birtast áhorfendum í Úlfum, eða Wolfs, spennumynd með gamanívafi sem hátíðargestir í ítölsku borginni fá að…
— AFP/Alberto Pizzoli

Stórstirnin Brad Pitt, Amy Ryan og George Clooney brostu breitt í myndatöku á 81. kvikmyndahátíðinni í Feneyjum á Ítalíu í gær þar sem þau birtast áhorfendum í Úlfum, eða Wolfs, spennumynd með gamanívafi sem hátíðargestir í ítölsku borginni fá að njóta.

Þeir Clooney og Pitt, sem ekki eru með öllu ókunnugir eftir Ocean's-þrennuna eftirminnilegu fyrr á öldinni, fara í Úlfum með hlutverk tveggja atvinnu-„reddara“ sem rétta stefnu óheppilegra mála fyrir þá sem hafa fjárráð til að kaupa svo hentuga þjónustu. Báðir kjósa að starfa einir og þykir þeim úlfsfeldinum því strokið andhæris þegar þeir eru ráðnir til sama verksins. Amy Ryan hóf sinn feril á sviði 1987 en hennar opus magnum á hvíta tjaldinu þykir hlutverk Helene McCready í tryllinum Gone Baby Gone frá 2007.