Fjör á Berjadögum Sigrún Valgerður Gestsdóttir móðir Ólafar, Ave Kara Sillaots, Diljá Sigursveinsdóttir systir Ólafar, Margrét Hrafnsdóttir og Ólöf.
Fjör á Berjadögum Sigrún Valgerður Gestsdóttir móðir Ólafar, Ave Kara Sillaots, Diljá Sigursveinsdóttir systir Ólafar, Margrét Hrafnsdóttir og Ólöf. — Ljósmynd/Guðný Ágústsdóttir

Ólöf Sigursveinsdóttir fæddist 2. september 1974 á fæðingardeildinni í Reykjavík en ólst upp á Seltjarnarnesi og gekk í Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla og naut leiðsagnar frábærra kennara. Á meðal þeirra var Helga Kristín Gunnarsdóttir íslenskukennari. „Ég fluttist fyrir einu ári úr Vesturbænum í Kópavog og kann sérlega vel við mig í nýju umhverfi höfuðborgarsvæðisins.“

Ólöf ólst upp við tónlist, en faðir hennar er fyrrverandi skólastjóri Tónskóla Sigursveins sem ömmubróðir hennar, Sigursveinn D. Kristinsson, stofnaði árið 1964. „Ég fékk fyrstu sellótímana mína fimm ára að verða sex í Hellusundi í Þingholtunum þar sem ég hljóp um ganga Tónskólans á meðan hljóðfærakennsla fór fram inni í skólastofunum. Árið 1979 vorum við Andrea Gylfadóttir einu nemendurnir á selló! Við urðum vinkonur á göngum skólans þó að aldursmunurinn væri mikill og þegar ég var átta ára fór að fjölga í hópnum.

...