Fyrir tilviljun rakst ljósvakahöfundur á heimildarmynd um leikarann Gene Wilder á erlendri sjónvarpsrás. Wilder hefur ekki verið í neinu sérstöku uppáhaldi en samt var ákveðið að horfa á myndina, allavega einhvern hluta af henni
Wilder Alveg hreint yndisleg manneskja.
Wilder Alveg hreint yndisleg manneskja. — Ljósmynd/Wikipedia

Kolbrún Bergþórsdóttir

Fyrir tilviljun rakst ljósvakahöfundur á heimildarmynd um leikarann Gene Wilder á erlendri sjónvarpsrás. Wilder hefur ekki verið í neinu sérstöku uppáhaldi en samt var ákveðið að horfa á myndina, allavega einhvern hluta af henni. Svo reyndist þetta vera hin fínasta mynd og ekki annað hægt en að horfa til enda.

Wilder óx mjög í áliti við áhorfið. Hann var einstaklega geðugur maður, ljúfur og viðkvæmur og algjörlega laus við hroka. Þegar aldurinn færðist yfir gerðist hann afhuga kvikmyndaleik. Hann var liðtækur vatnslitamálari og hafði mikla unun af þeirri tómstundaiðju.

Einkalífið var ekki alveg áfallalaust, eins og stundum er. Átök og spenna í hjónabandi virkar afar illa á blíðlynda menn eins og Wilder og hann var því lengi ekki

...