Viðtal

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Sérfræðingar eiga fullt í fangi með að átta sig á ástandi markaða um þessar mundir. Árið hefur verið viðburðaríkt og bandarísk hlutabréf verið á mikilli siglingu en á sama tíma má greina vísbendingar um niðursveiflu hér og þar.

Magnús Sigurðsson er með puttann á púlsinum en hann stýrir fjárfestingasjóðnum og tæknifyrirtækinu Systematic Ventures í New York: „Framan af árinu báru sjö stærstu tæknifyrirtækin uppi mestallan vöxt bandaríska verðbréfamarkaðarins en bara síðasta mánuðinn hefur hlutabréfaverð margra lítilla og meðalstórra fyrirtækja tekið kipp. Hækkunin á markaðinum er því orðin breiðari sem hlýtur að teljast jákvæð breyting,“ segir hann. „En á móti kemur að margar tölur gefa til kynna að hagkerfið sé á leið inn

...