Matthías Gunnarsson fæddist 8. júlí 1950. Hann lést 19. ágúst 2024. Útför fór fram 29. ágúst 2024.

Matthías Gunnarsson á þakkir skildar fyrir framlag sitt til Hagaskóla sem baðvörður en ekki síst sem húsvörður um margra ára skeið. Matthías var almennt ekki orðmargur. Hann lét verkin tala. Stundvís, vandvirkur, vandaður til orðs og æðis. Hann bar hag skólans fyrir brjósti, skyldurækinn og sá til þess að skólinn væri kennsluhæfur við upphaf hvers dags. Matthías var stöðugt að verki og var opinn fyrir því sem betur mátti fara í skólanum og lagfærði það strax eða fékk aðra til verksins. Hófstilltur og ákaflega vel liðinn af samstarfsfólki. Mér var brugðið þegar ég sá andlátstilkynningu þessa jafnaldra míns og heiðursmanns. Minnist hans með hlýhug og þökk fyrir frábær störf um leið og ég votta eiginkonu, börnum og barnabörnum innilega samúð mína og bið þeim guðs blessunar. Genginn er

...