Elín Rósa Magnúsdóttir var markahæst hjá Val þegar liðið vann stórsigur á Stjörnunni í Meistarakeppni HSÍ á Hlíðarenda á laugardaginn. Í leiknum mætast venjulega ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar en Valskonur unnu þrefalt á síðustu leiktíð og…

Elín Rósa Magnúsdóttir var markahæst hjá Val þegar liðið vann stórsigur á Stjörnunni í Meistarakeppni HSÍ á Hlíðarenda á laugardaginn. Í leiknum mætast venjulega ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar en Valskonur unnu þrefalt á síðustu leiktíð og mættu því Stjörnunni sem hafnaði í öðru sæti bikarkeppninnar á síðustu leiktíð. Leiknum lauk með 19 marka sigri Valskvenna, 19:10, en Elín Rósa skoraði sjö mörk í leiknum. Valskonur voru með yfirhöndina allan tímann og leiddu með tíu mörkum í hálfleik, 17:7. Lovísa Thompson og Thea Imani Sturludóttir skorðu fimm mörk hvor í liði Vals og þá varði Hafdís Renötudóttur 11 skot í markinu. Eva Björk Davíðsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með fjögur mörk.

Brynjar Ingi Bjarnason, leikmaður HamKam í norsku úrvalsdeildinni, hefur verið kallaður inn í leikmannahóp

...