Ölfusárbrú Væntanlegt mannvirki samkvæmt tölvumynd hönnuða.
Ölfusárbrú Væntanlegt mannvirki samkvæmt tölvumynd hönnuða.

„Við erum klárir með bæði mannskap og tæki og getum fljótt hafist handa. Að því leyti get ég svarað erindi Árborgar jákvætt,“ segir Þorvaldur Gissurarson framkvæmdastjóri ÞG Verks.

Eftir fund sinn sl. föstudag sendi bæjarráð Árborgar frá sér áskorun til Vegagerðarinnar og ÞG Verks ehf. um að ganga frá samningum um smíði nýrrar Ölfusárbrúar. Nauðsynlegt sé að framkvæmdir hefjist í haust.

Morgunblaðið greindi nýlega frá því að samningaviðræður um byggingu Ölfusárbrúar stæðu enn yfir milli Vegagerðarinnar og ÞG Verks. ÞG Verk var eina fyrirtækið sem skilaði inn tilboði og var það í mars. Upphæð tilboðsins hefur ekki verið gefin upp, en áætlaður kostnaður við brúna er allt að 8 milljarðar króna. Vænst hefur verið nú í nokkra mánuði að gengið yrði frá samningum, en slíkt hefur tafist. Haft var eftir Sigurði Inga

...