Brim hf. er sú útgerð landsins sem mestan kvóta hefur á því fiskveiðiári sem gekk í garð í gær, 1. september. Fyrirtækið hefur alls 9,55% af þeim veiðiheimildum sem til skiptanna voru, en að þessu sinni var úthlutunin tæplega 320 þúsund þorskígildistonn
Togari Sólberg ÓF er það skip sem mestar aflaheimildir tilheyra.
Togari Sólberg ÓF er það skip sem mestar aflaheimildir tilheyra. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Brim hf. er sú útgerð landsins sem mestan kvóta hefur á því fiskveiðiári sem gekk í garð í gær, 1. september. Fyrirtækið hefur alls 9,55% af þeim veiðiheimildum sem til skiptanna voru, en að þessu sinni var úthlutunin tæplega 320 þúsund þorskígildistonn. Af því er úthlutun í þorski tæp 168 þúsund þorskígildistonn, um tvö þúsund tonnum meiri en á síðasta kvótaári. Úthlutun í ýsu er rúm 38 þúsund þorskígildistonn og lækkar talsvert á milli ára sbr. að sá reikningsstuðull sem ýsukvótinn byggist á

...