Viðbúnaður Lögreglan var með mikinn viðbúnað á laugardagskvöld.
Viðbúnaður Lögreglan var með mikinn viðbúnað á laugardagskvöld. — Morgunblaðið/Eggert

Lík­ams­árás átti sér stað á hátíðinni Í tún­inu heima í Mos­fells­bæ á föstu­dag þar sem hníf var beitt. Þetta kom fram í dag­bók lög­reglu um helgina en þar sagði að árás­arþolinn hefði sloppið við áverka þó að fatnaður hefði verið skorinn.

Ger­andinn náðist ekki og hef­ur lög­regla ekki upp­lýs­ing­ar um hann að svo stöddu.

Kvöldið eftir var lögregla með mikinn viðbúnað á hátíðinni þegar stórtónleikar fóru fram á Miðbæjartorgi. Ástæðan var þó ekki árásin á föstudaginn heldur tengdist viðbúnaðurinn orðrómi um mögu­leg­ar hefnd­araðgerðir vegna stungu­árás­ar­inn­ar á Menn­ing­arnótt sem leiddi til and­láts 17 ára stúlku, Bryn­dís­ar Klöru Birg­is­dótt­ur.

Árásirnar tengjast ekki

Hjör­dís Sig­ur­bjarts­dótt­ir aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að árásin á föstudeginum tengdist ekki orðrómnum.

„Það gerð­ist á föstu­dags­kvöld­inu, orðróm­ur­inn var að það myndi eitt­hvað ger­ast

...