Háskólabíó Vitfús Blú og vélmennin ★★★★· Höfundur og leikstjóri: Egill Andrason. Aðstoðarleikstjóri og meðhöfundur: Hafsteinn Níelsson. Tónlistardramatúrg og meðhöfundur: Kolbrún Óskarsdóttir. Búningar: Hildur Kaldalóns Björnsdóttir. Lýsing: Sölvi Viggósson Dýrfjörð og Egill Andrason. Sviðshreyfingar: Sara Lind Guðnadóttir. Pródúsent raftónlistar: Una Mist Óðinsdóttir. Hljómsveit: Jóhann Þór Bergþórsson, Guðmundur Grétar, Moritz Christiansen, Oddur Helgi Ólafsson, Þorsteinn Jónsson og Þórhildur Hólmgeirsdóttir. Leikarar: Halldór Ívar Stefánsson, Helga Salvör Jónsdóttir, Mikael Emil Kaaber, Mímir Bjarki Pálmason, Molly Mitchell, Salka Gústafsdóttir og Sölvi Viggósson Dýrfjörð. Afturámóti frumsýndi í Háskólabíói laugardaginn 10. ágúst 2024, en rýnir sá aðra sýningu þriðjudaginn 13. ágúst 2024.
Vitfús Blú og vélmennin „Þetta er ótrúlega þétt, hröð og kröftug sýning hjá vel samstilltum leikhópnum.“
Vitfús Blú og vélmennin „Þetta er ótrúlega þétt, hröð og kröftug sýning hjá vel samstilltum leikhópnum.“

Leiklist

Þorgeir

Tryggvason

Þegar ljósin dofnuðu í nánast fullum sal í Háskólabíói þriðjudagskvöldið 13. ágúst brustu á fagnaðarlæti sem minntu meira á rokktónleika en leiksýningu. Það var allavega ljóst að hópurinn sem stóð á sviðinu þurfti ekki að byrja á að vinna salinn á sitt band. Það voru öll með frá fyrsta tóni. Ekki það að þau hefðu átt í neinum vandræðum með að rífa upp stemningu. Það bókstaflega geislaði af þeim leik- og sköpunargleðin frá fyrstu setningu og fyrsta tóni í vel saminni poppsöngleikjaættaðri tónlistinni.

Öll nálgunin er eins og í pínu kaldhæðnu barnaleikriti fyrir fullorðna. Frumlitum óspart beitt í persónusköpun og gangverki, en alltaf með glampa í auga yfir hvað allt – eða flest – er vísvitandi

...