Frank Martin Halldórsson fæddist 23. febrúar 1934. Hann lést 31. júlí 2024. Útför hans fór fram 26. ágúst 2024.

Ég þekkti séra Frank aðeins af afspurn, en svo var ég leiddur, vegna atburðarásar, sem enginn gat séð fyrir, til að þjóna sem afleysingarprestur í Neskirkju í níu mánuði, haustið 1999. Æðri máttur réð því svo að þar var ég þjónandi í 15 ár.

Gott var að vinna með séra Frank. Hann tók mér vel. Hægt og markvisst fundum við taktinn saman. Kirkjusókn var góð í Neskirkju á þessum árum, enda hafði séra Frank verið afar iðinn við að skapa félagslíf í söfnuðinum, með öflugu barna- og unglingastarfi, samverum eldri borgara og vinsælum safnaðarferðum. Hann messaði á klassískan hátt og lagði til fljótlega í okkar samstarfi, að teknar yrðu upp altarisgöngur alla sunnudaga, sem áður höfðu verið að jafnaði einu sinni í

...