Hanna Katrín Friðriksson
Hanna Katrín Friðriksson

Enn og aftur erum við í þeirri stöðu að stjórn efnahagsmála hefur skilið fjölda fólks eftir á köldum klaka og hávært ákall berst frá heimilum landsins um aðstoð. Enn og aftur eru sértækar lausnir ræddar við ríkisstjórnarborðið. Innviðaskuld er það svo kallað þegar brestir koma í ljós í grunninnviðunum; í heilbrigðiskerfinu, í menntakerfinu, í samgöngumálum. Þetta er innviðaskuld stjórnvalda við almenning. Enn og aftur klikkar kerfið.

Er nema von að spurt sé um planið? Þó virðist svarið liggja í augum uppi. Erum við ekki annars öll sammála um að planið hlýtur að vera að vinna saman að almannahagsmunum? Að vinna saman að því að hér ríki stöðugleiki sem heimili og fyrirtæki landsins geti reitt sig á? Og sjáum við ekki öll að planið verður að felast í hugsun og lausnum til lengri tíma frekar en misgóðum átaksverkefnum sem helst virðist ætlað að tóra fram yfir næstu kosningar? Eða

...

Höfundur: Hanna Katrín Friðriksson