— Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Upprisan var áberandi stef í ræðu sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur sem vígð var til embættis biskups Íslands í Hallgrímskirkju í gær. Fráfarandi biskup vígði Guðrúnu í embættið, við athöfn þar sem fjöldi kennimanna víða að var samankominn.

„Kirkjan þarf reglulega að taka í hönd Krists og leyfa honum að reisa sig við til þess að vera sú kirkja sem hann ætlar henni að vera,“ sagði Guðrún í vígsluræðu sinni. „Samfélög sem ala á ótta og ráðast á saklaust fólk þurfa á upprisu að halda. Samfélög sem markvisst mismuna fólki á grundvelli kyns, kynhneigðar, kynþáttar, trúar eða nokkurs annars þurfa á upprisu að halda. Samfélög sem eru að reyna að gera sitt besta þurfa reglulega á upprisu að halda.“

Góðverk eiga að vera unnin í auðmýkt og kyrrþey, segir biskupinn nýi. Starfið í þjóðkirkjunni sé því eitt best geymda leyndarmálið

...