Stúlkan sem var stungin með hníf í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt lést af sárum sínum á Landspítalanum að kvöldi föstudags. Hún hét Bryndís Klara Birgisdóttir og var 17 ára.

Þetta kom fram í tilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér um helgina.

„Fjölskylda Bryndísar Klöru vill koma á framfæri þakklæti til allra sem reyndu eftir fremsta megni að bjarga lífi Bryndísar Klöru, sérstaklega starfsfólki Landspítalans og þeim sem komu að fyrstu hjálp á vettvangi. Hjálp þeirra er ómetanleg,“ segir meðal annars í tilkynningu lögreglunnar.

Bæði faðir og frænka Bryndísar Klöru hafa minnst hennar á samfélagsmiðlum um helgina.