Það þarf að breyta bankalögum, gera bönkum skylt að sundurgreina starfsemi sína í viðskiptabanka annars vegar og fjárfestingarbanka hins vegar.
Ásta Óla Halldórsdóttir
Ásta Óla Halldórsdóttir

Ásta Óla Halldórsdóttir

Ríkisstjórnir landsins syngja sama sönginn: „Það er ekki hægt að afnema verðtryggingu, það er vegna lífeyrissjóðanna.“ Þetta er mantran. Í lögum 161/20. des. 2002 segir að fjármálafyrirtæki skuli senda skriflega lýsingu á starfsemi sinni þegar sótt er um starfsleyfi. Mér er til efs að þar komi fram að bankar stundi afleiðulán (verðtryggð lán) til viðskiptavina sem sækja um íbúðalán. Í áraraðir hafa fjármálaráðherrar látið það viðgangast að almenningur sé þrautpíndur með afleiðulánum, sem hvergi þekkist hjá siðuðum þjóðum. Frumvarp til laga um breytingu á vöxtum og verðtryggingu var lagt fram 2009-2010 (138. löggjafarþing) en var ekki samþykkt. Það hefur nefnilega aldrei verið vilji hjá ríkisstjórnarflokkum, hverju nafni sem þeir nefnast, að afnema afleiðulánin, sem í daglegu tali eru kölluð verðtryggð lán og eru bönnuð í Evrópu sem íbúðalán einstaklinga.

...