Benoný Breki Andrésson sóknarmaður KR-inga var besti leikmaðurinn í 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Benoný skoraði þrennu á fyrstu 35 mínútum leiksins þegar KR lagði ÍA, 4:2, á Meistaravöllum á sunnudaginn og var…

Benoný Breki Andrésson sóknarmaður KR-inga var besti leikmaðurinn í 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Benoný skoraði þrennu á fyrstu 35 mínútum leiksins þegar KR lagði ÍA, 4:2, á Meistaravöllum á sunnudaginn og var óheppinn að fjórða markið skyldi vera dæmt af honum. Þetta er hans fyrsta þrenna í efstu deild og aðeins önnur þrenna KR-ings í deildinni á undanförnum tíu árum. Þá er hann aðeins annar leikmaðurinn á þessari öld sem skorar þrennu í fyrri hálfleik í deildinni.

Markahæstur KR-inga

Hann fékk tvö M fyrir frammistöðu sína hjá Morgunblaðinu en aðeins þrír leikmenn fengu þá einkunn í 21. umferðinni. Hinir tveir voru Viðar Örn Kjartansson úr KA og Anton Ari Einarsson

...