Komið hefur fram að afkoma RÚV í maí sé undir áætlunum samkvæmt bókun fjármálastjóra í síðustu birtu fundargerð félagsins.

Jafnframt sé reksturinn í raun undir áætlunum fyrir allt fimm mánaða tímabil ársins sem vísað er til. Minnkandi auglýsingatekjur og meiri vinna vegna eldsumbrota og forsetakosninga er nefnt sem sökudólgur aukins launakostnaðar. Í fundargerðinni er vísað til uppfærðrar áætlunar sem bendir til þess að áætlun ársins hafi áður verið endurskoðuð. Það hefur ekki tekist betur en svo að sú endurskoðun er ekki í samræmi við það umhverfi sem reksturinn lifir í. Það sem vekur einna helst athygli í bókun fundarmanna er það sem í hana vantar. Enginn virðist spyrja hvernig áætlanir séu fyrir árið í heild og þá hvaða aðgerða þurfi að grípa til. Kannski er einungis treyst á aukin framlög ríkisins til rekstrarins ef tapi er skilað.