Baksvið

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

„Niðurstöður þessarar félagshagfræðilegu greiningar eru að Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er metinn þjóðhagslega hagkvæm fjárfesting. Það þýðir að núvirtur ábati, á verðlagi ársins 2023, er meiri en núvirtur kostnaður.“

Svona komast skýrsluhöfundar verkfræðistofunnar COWI að orði þegar þeir lýsa niðurstöðu rannsóknar sinnar á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem hefur verið uppfærður og nú metinn á 311 milljarða króna fram til ársins 2040. Verkfræðingarnir unnu 84 síðna skýrslu um málið en þar segir að á næstu 50 árum muni ábatinn af sáttmálanum nema 1.140 milljörðum króna (á verðlagi ársins 2023). Til að setja upphæðina í samhengi nemur ábatinn tæplega heildarútgjöldum ríkissjóðs á árinu 2023.

...