Á Snæfellsnesi Andrés, TF1AM, í páskaleikum íslenskra radíóamatöra, hér uppi í Kerlingarskarðsvegi í vor. Sjá má 80 m stuttbylgjuloftnet að aftan en að framan eru loftnet fyrir 6 m, 4 m, 2 m, 70 cm og 23 cm fjarskiptaböndin.
Á Snæfellsnesi Andrés, TF1AM, í páskaleikum íslenskra radíóamatöra, hér uppi í Kerlingarskarðsvegi í vor. Sjá má 80 m stuttbylgjuloftnet að aftan en að framan eru loftnet fyrir 6 m, 4 m, 2 m, 70 cm og 23 cm fjarskiptaböndin.

Andrés Halldór Þórarinsson fæddist 3. september 1949. Hann segir þannig frá:

„Ég ólst upp í Hlíðunum í Reykjavík. Þar var alltaf líf og fjör; kofabyggingar, dúfur, hasarleikir, snjókast og leikið hver hjá öðrum. Sumardvöl hjá Helgu móðursystur á Hafragili í Skagafirði og Sveini manni hennar, svo og sumarbúðir KFUM í Vatnaskógi mörkuðu spor í hugann til góðs. Ég bar út Vísi síðdegis og síðar Morgunblaðið árla morguns á undan skóla kl. 8. Í frítímum vann ég í verslun afa, Klæðaverslun Andrésar Andréssonar, sem sendill og pressari, við afgreiðslu og hvaðeina. Skátastarf tók allan hugann, ég byrjaði 7 ára sem ylfingur í Birkibeinadeildinni í skátaheimilinu við Snorrabraut og varð síðar í foringi og dróttskáti í skátafélaginu Dalbúum á Dalbraut. Og Ásta mín var dróttskáti í Garðbúum og þar sá ég hana. Þetta var afar góður tími og enn eru þeir sem ég kynntist þar mínir bestu vinir.

...