Sonja Sigurðardóttir sló eigið Íslandsmet og hafnaði í sjöunda sæti í átta manna úrslitum í 50 metra baksundi á Paralympics-leikunum í París í gær. Sonja synti á 1:07,46 mínútum en fyrra met hennar frá því á síðasta ári var 1:07,82 mínútur
Íslandsmet Sonja Sigurðardóttir ánægð eftir að hafa slegið eigið Íslandsmet og hafnað í sjöunda sæti á Paralympics-leikunum í gær.
Íslandsmet Sonja Sigurðardóttir ánægð eftir að hafa slegið eigið Íslandsmet og hafnað í sjöunda sæti á Paralympics-leikunum í gær. — Ljósmynd/ÍF

Í París

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Sonja Sigurðardóttir sló eigið Íslandsmet og hafnaði í sjöunda sæti í átta manna úrslitum í 50 metra baksundi á Paralympics-leikunum í París í gær. Sonja synti á 1:07,46 mínútum en fyrra met hennar frá því á síðasta ári var 1:07,82 mínútur.

„Tilfinningin er æðisleg,“ sagði Sonja í samtali við Morgunblaðið eftir úrslitasundið í gær. Hún var áttunda inn í úrslitin eftir að hún synti á 1:10,65 mínútum í undanúrslitunum um morguninn en bætti tímann sinn verulega í úrslitunum.

Spurð hver helsti munurinn hafi verið á úrslitasundinu og undanúrslitasundinu sagði Sonja hann einfaldan: „Þetta var náttúrlega bæting um þrjár sekúndur.“

...