Uppkaup lóða og fasteigna sem lenda í vegi framkvæmda skulu bætast ofan á annan kostnað.
Elías Elíasson
Elías Elíasson

Elías Elíasson

Loksins hefur viðaukinn við samgöngusáttmálann séð dagsins ljós eftir hálfs annars árs bið meðan innihald hans var vandlega falið fyrir alþingismönnum. Þrír ráðherrar skrifa undir sem ætti að tryggja samþykki Alþingis.

Framkvæmdakostnaður er kominn upp í 311 milljarða króna, hvar af ríkið greiði 87,5% og sveitarfélögin 12,5%. Vaxta- og lántökukostnaður er ekki með talinn en virðist eiga að greiðast af umferðargjöldum á ábyrgð ríkisins að samningstíma loknum.

Ríkið borgar

Viðaukinn staðfestir að umferðargjöld og verðmæti Keldnalands teljist framlag ríkisins og þar með virðist ríkið ábyrgt fyrir að þeir tekjustofnar nægi fyrir framkvæmda- og vaxtakostnaði, hver sem hann verður. Umferðargjöldin skulu standa undir útistandandi skuldum eftir 2040 og

...