„Ég er utan þorps til taks og fylgi hópnum og er jafnvel líka að skoða nýjar íþróttagreinar. Ég fylgi hópnum en er ekki inni í ólympíuþorpi,“ sagði Geir Sverrisson fyrrverandi afreksíþróttamaður í samtali við Morgunblaðið
París Geir Sverrisson stjórnarmaður ÍF og Jóhann Arnarson varaformaður stjórnar ÍF í sundhöllinni í París.
París Geir Sverrisson stjórnarmaður ÍF og Jóhann Arnarson varaformaður stjórnar ÍF í sundhöllinni í París. — Ljósmynd/ÍF

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

„Ég er utan þorps til taks og fylgi hópnum og er jafnvel líka að skoða nýjar íþróttagreinar. Ég fylgi hópnum en er ekki inni í ólympíuþorpi,“ sagði Geir Sverrisson fyrrverandi afreksíþróttamaður í samtali við Morgunblaðið. Hann er mættur á Paralympics-leikana í París 24 árum eftir að hann tók sjálfur þátt í þeim síðast, en nú í öðru hlutverki.

„Núna síðustu fimm ár hef ég verið í stjórn Íþróttasambands fatlaðra. Þetta er öðruvísi, nýr vinkill og nýtt verkefni að koma inn í. Ég skal alveg viðurkenna að það kemur stórt endurlit að ganga inn á opnunarhátíð, inn á leikvanga og þátttökustaði,“ hélt hann áfram.

Margt breyst á 24 árum

Spurður hvort honum þætti

...