Arfaléleg og ófullnægjandi íslenskukennsla strax á byrjunarstigi við kennslu barna og annarra ungmenna er orsök lélegs árangurs.
Hjörleifur Hallgríms
Hjörleifur Hallgríms

Höfundur er eldri borgari.

Morgunblaðið birti fyrr í sumar ágæta grein eftir Óla Björn Kárason með yfirskriftinni „Kerfið sviptir börn tækifærum“. Ef ég má segja eitthvað tel ég að ekki sé þarna um að ræða allt kerfið heldur einstaka ráðherra og á ég þar við Lilju Dögg, sem lengi hefur stýrt menntamálunum og að mínu mati mjög slælega, ekki síst þegar kemur að ungviðinu. Að öðru leyti er grein Óla Björns mjög góð eins og fleira sem frá honum kemur. Hann kemur að verulegu leyti inn á lestur barna og lesskilning, sem er mjög ábótavant og ætti alls ekki að vera til í okkar ástkæra og ylhýra. Það náttúrlega er ekki forsvaranlegt að t.d. drengir eru jafnvel langt á eftir stúlkum hvað lestur og lesskilning varðar. Þarna vantar til leiks fólk sem hefur áhuga og færni til að kenna unga fólkinu hreinlega lestur og lesskilning því ekki virðist Lilja Dögg ráðherra hafa burði til að framfylgja

...