Guð hefur gefið oss eilíft líf og þetta líf er í syni hans.
Einar Ingvi Magnússon
Einar Ingvi Magnússon

Einar Ingvi Magnússon

Kristnin í landinu hefur misst mikið af ljóma sínum undanfarin ár. Liggja til þess margar ástæður, sem allar lúta að aukinni efnishyggju en minni trúarhneigð til andlegra iðkana og hlýðni við guðleg boðorð.

Aukin hætta stafar orðið þar að auki frá öflum í Evrópu sem krefjast þess að kristnir menn taki niður krossa af kirkjum sínum, af hálsfestum sínum og nemi auk þess burt krossmerki þjóðfánans. Undanlátssemi kirkjunnar óttast ég mest, sem stafar orðið af minni trúarhita, minni kristinni og biblíulegri sannfæringu og minni trúrækni.

Vegna fráfalls frá guðsorði, kristinni þjóðarhefð og trú á Guð eiga önnur öfl og trúarbrögð greiðan aðgang að menningu vorri, hefðum og gildum. Ég veit ekki betur en Íslendingar hafi haft gott af kristni og kirkju undanfarnar aldir og áratugi, áður

...