Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Þjóðin er harmi slegin eftir að fréttir bárust af því að eitt okkar, Bryndís Klara Birgisdóttir, 17 ára, lést í kjölfar alvarlegra áverka sem henni voru veittir. Það er þyngra en tárum taki að þetta hafi gerst í okkar samfélagi. Sorgin er enn erfiðari þar sem um er að ræða unga manneskju sem átti bjarta framtíð fyrir sér. Öll þjóðin finnur fyrir missinum og sársaukanum í svona harmleik.

Í gegnum tíðina höfum við búið í samfélagi þar sem tíðni alvarlegra glæpa er lág í alþjóðlegum samanburði. Hins vegar hafa á undanförnum árum reglulega borist fréttir af alvarlegum atvikum hjá ungu fólki þar sem gróft ofbeldi hefur fengið lausan tauminn og vopnum er beitt, hvort sem það er innan veggja skóla, skemmtistaða eða á almannafæri. Það gefur augaleið að þessi þróun er algjörlega óviðunandi og við verðum öll að stöðva hana. Að sama skapi verðum við að skilja hvað veldur þessari breytingu til að geta breytt

...

Höfundur: Lilja Dögg Alfreðsdóttir