Tónlistarhátíðin Extreme Chill er nú haldin í fimmtánda sinn og að vanda er Pan Thorarensen við stjórnvölinn. Upphaf hátíðarinnar og heiti má rekja aftur til ársins 2009 þegar Stereo Hypnosis, sem Pan skipar með föður sínum Óskari Thorarensen, héldu tónleika á Hellissandi á Snæfellsnesi
Spennandi Pan er einna spenntastur fyrir tónleikum Alex Cortini, sem hér sést, á Extreme Chill.
Spennandi Pan er einna spenntastur fyrir tónleikum Alex Cortini, sem hér sést, á Extreme Chill.

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

Tónlistarhátíðin Extreme Chill er nú haldin í fimmtánda sinn og að vanda er Pan Thorarensen við stjórnvölinn. Upphaf hátíðarinnar og heiti má rekja aftur til ársins 2009 þegar Stereo Hypnosis, sem Pan skipar með föður sínum Óskari Thorarensen, héldu tónleika á Hellissandi á Snæfellsnesi. Og í raun enn lengra aftur í tíma, eins og Pan rifjar upp.

„Við feðgarnir vorum með svona raftónlistarkvöld á Kaffibarnum, Hemma Valda og 22 í kringum 2006 eða ‘7. Við vorum að gera mixdiska, rafmixdiska af geisladiskum sem við mixuðum feðgarnir þar sem við vorum að kynna raftónlist eftir vini okkar og fleiri. Við nefndum mixdiska-seríuna Extreme Chill,“ segir Pan frá. Ef snara ætti því heiti yfir á íslensku væri það „yfirgengileg afslöppun“

...