Trukkar af stærstu gerð, hjólaskóflur og jarðýtur eru tækin sem duga hjá Borgarverki. Starfsmenn fyrirtækisins vinna nú að þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar í Reykhólasveit. Vegagerð þessi er tekin úr vestri og nú er komin veglína út í því sem næsta hálfan Gufufjörð
Framkvæmdir Fylling er komin út í hálfan Gufufjörðinn og þá er Djúpifjörðurinn eftir. Mikilvægur áfangi næst í samgöngumálum Vestfirðinga og mun stytta verulega leiðina um sunnanverða Vestfirði.
Framkvæmdir Fylling er komin út í hálfan Gufufjörðinn og þá er Djúpifjörðurinn eftir. Mikilvægur áfangi næst í samgöngumálum Vestfirðinga og mun stytta verulega leiðina um sunnanverða Vestfirði. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Trukkar af stærstu gerð, hjólaskóflur og jarðýtur eru tækin sem duga hjá Borgarverki. Starfsmenn fyrirtækisins vinna nú að þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar í Reykhólasveit. Vegagerð þessi er tekin úr vestri og nú er komin veglína út í því sem næsta hálfan Gufufjörð. Þar verður á næstunni sett upp 119 metra löng bráðabirgðabrú sem verður tenging yfir í Grónes sem þarna skagar fram.

Í framhaldinu af tilbúinni brú verður Djúpifjörður þveraður og þá verður til tenging á veginn Teigsskóg sem tekinn var í notkun á síðasta ári. Með því losnuðu vegfarendur við að aka um veginn yfir Hjallaháls og með vegagerð nú verður núverandi leið yfir Ódrjúgsháls aftengd.

„Verkið hefur gengið vel: þarna erum við með fínan mannskap

...