Þrjú flugfélög sendu inn tilboð í ríkisstyrkt flug milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði, Icelandair, Mýflug og Norlandir. Öll þrjú tilboðin voru langt yfir kostnaðaráætlun. Þeim var því hafnað og farið í samningaviðræður við alla bjóðendur sem lögðu fram nýja tölu, upplýsir G
Hornafjörður Blómlegt samfélag sem fékk kaupstaðarréttindi 1988. Öfluga ferðaþjónustu er að finna á svæðinu.
Hornafjörður Blómlegt samfélag sem fékk kaupstaðarréttindi 1988. Öfluga ferðaþjónustu er að finna á svæðinu. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Baksvið

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Þrjú flugfélög sendu inn tilboð í ríkisstyrkt flug milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði, Icelandair, Mýflug og Norlandir.

Öll þrjú tilboðin voru langt yfir kostnaðaráætlun. Þeim var því hafnað og farið í samningaviðræður við alla bjóðendur sem lögðu fram nýja tölu, upplýsir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Þá reyndist Mýflug lægst og er heildarfjárhæðin krónur 1.258.767.744 fyrir þriggja ára samning. Sú upphæð er langt yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar.

Eins og fram kom í tilkynningu frá Vegagerðinni í síðustu viku hefur verið samið við flugfélagið Mýflug um flug til Hornafjarðar.

...