Það er ekki langt síðan knattspyrnuáhugafólk í Svartfjallalandi og víðar sló um sig með eftirfarandi sögu: Fabio Capello landsliðsþjálfari Englands kemur heim eftir markalaust jafntefli gegn Svartfjallalandi á Wembley í undankeppni EM 2012
Stjarnan Stevan Jovetic er langþekktasti leikmaður Svartfjallalands. Hann lék með Manchester City í tvö ár og einnig með Inter Mílanó og Herthu Berlín.
Stjarnan Stevan Jovetic er langþekktasti leikmaður Svartfjallalands. Hann lék með Manchester City í tvö ár og einnig með Inter Mílanó og Herthu Berlín. — AFP

Svartfjallaland

Vladimir Novak

vnovak@eunet.rs

Það er ekki langt síðan knattspyrnuáhugafólk í Svartfjallalandi og víðar sló um sig með eftirfarandi sögu:

Fabio Capello landsliðsþjálfari Englands kemur heim eftir markalaust jafntefli gegn Svartfjallalandi á Wembley í undankeppni EM 2012. Eiginkonan spyr hann hvernig leikurinn hafi farið. „Ekki sem best. England 0, Svartfjallaland 0,“ svarar hann. „Hvar er Svartfjallaland?“ spyr eiginkonan. „Í efsta sæti riðilsins,“ svarar Capello.

Þarna enduðu „Fálkarnir hugdjörfu“ í öðru sæti síns riðils, á eftir Englandi, og á undan Sviss, Wales og Búlgaríu, og voru ekki stöðvaðir fyrr en í umspilinu þar sem þeir töpuðu tvisvar fyrir Tékkum, 2:0 í Prag

...