Tenerife Vignir Vatnar fagnar sigri á alþjóðlega skákmótinu með stæl.
Tenerife Vignir Vatnar fagnar sigri á alþjóðlega skákmótinu með stæl. — Ljósmynd/Dagur Ragnarsson/skak.is

Stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson vann sigur á alþjóðlegu móti sem lauk á Tenerife á sunnudaginn. Vignir vann stigahæsta keppandann, georgíska stórmeistarann Merab Gagunashvili, í lokaumferðinni.

Vignir hlaut 7½ vinning í níu umferðum og varð hálfum vinningi fyrir ofan næsta mann, kanadíska alþjóðlega meistarann Mike Ivanov. Átta stórmeistarar tóku þátt í mótinu.

„Fyrsti sigur Vignis á alþjóðlegu opnu móti en örugglega ekki sá síðasti!“ segir í frétt á heimasíðu Skáksambands Íslands.

Vignir Vagnar er nú kominn til Kanaríeyja þar sem hann teflir á öðru alþjóðlegu móti.

Þaðan heldur hann svo til Búdapest en þar sem teflir á fyrsta borði landsliðsins á Ólympíuskámótinu sem hefst 11. september

...