Seðlabankinn birtir yfirlit yfir greiðslujöfnuð við útlönd.
Seðlabankinn birtir yfirlit yfir greiðslujöfnuð við útlönd. — Morgunblaðið/Ómar

Halli á viðskiptajöfnuði við útlönd nam 30,5 milljörðum króna á öðrum fjórðungi ársins. Það er 3,3 milljörðum betri niðurstaða en á fyrri fjórðungi en 36,6 milljörðum lakari en á sama fjórðungi árið 2023, þegar ríflega sex milljarða afgangur varð af viðskiptajöfnuði.

Halli á vöruskiptajöfnuði var 89,5 milljarðar króna en 67,2 milljarða afgangur á þjónustujöfnuði. Frumþáttatekjur skiluðu 5,4 milljarða afgangi en rekstrarframlög 13,7 milljarða halla, en frumþáttatekjur eru tekjur af vinnuframlagi og fjármagni.

Þetta kemur fram í nýbirtum upplýsingum á vef Seðlabanka Íslands sem sýna bráðabirgðayfirlit yfir greiðslujöfnuð við útlönd á öðrum fjórðungi ársins og erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok fjórðungs.

Greining Íslandsbanka segir veruleg umskipti til hins verra á viðskiptajöfnuði að stórum hluta skrifast á

...